Nýir tímar

Nótt

morgunn

dagur.

 

Nóttin er á bak og burt

eins og dökku tímarnir.

 

Morgunninn var langur

óralangur, bjartur og nýr

en þó rökkvaður eftir nóttina.

Hversu lengi mun morgunninn vara?

 

Þangað til ég ákveð að dagurinn sé kominn,

og hann er kominn.

Nýr dagur, með nýjum vonum og þrám,

bjartur dagur.

 

Nýir tímar.


Að vera eða að vera ekki?

 

Sú var tíðin

að ég rembdist

eins og rjúpan við staurinn

við að vera eitthvað.

 

Þá var ég aldrei neitt,

nema sýndarmennskan

og ein stór vonbrigði.

 

Það var ekki fyrr

en ég gafst upp

og hætti að rembast

að mér opinberaðist

að í sjálfum mér

væri ég svo sem ekki neitt,

en þó endanlega dýrmætur

í augum Guðs

að mér fannst ég verða eitthvað,

vera einhvers virði.

 

Þá fyrst fór ég

að hafa eitthvað fram að færa.

 

Þá fór ég að geta

gefið eitthvað

af mér.

 

"Því að mátturinn

fullkomnast í veikleika" (II.Kor. 12:9)

                                  (Sigurbjörn Þorkelsson, úr dásamlegri ljóðabók SVALT, útg. 2007)


Mæður

Mæður eru demantar,

perlur sem umvefja okkur,

eru okkur sem vísdómsvegur

í kærleika og ást. 

Allar stjörnurnar á himnum

eru ljós frá þeim

og öllum sem við elskum

og komnir eru heim til Guðs,

og taka utan um okkur alla daga.

                                          (ÞIS 03.08)


ÁRIÐ 2008

 

Góðan dag öll sömul, gleðilegt ár og takk fyrir það gamlaSmile

Nýársdagur er uppáhaldsdagurinn minn.  Þá kíkir maður yfir s.l. ár og fer yfir það nýja. Hugsar hvað hefði mátt betur fara og fyrir hvað maður getur verið þakklátur. Ég hef svo ótal, ótal margt að þakka fyrir og það ætla ég að taka með mér í nýja árið.  Mig langar að deila með ykkur smá hugrenningum.  Mér finnst svo sniðugt að setja sér eitthvert þema eða lykilorð fyrir hvert ár.  Ég hef ákveðið að þemað mitt fyrir árið 2008 sé GLEÐI og KÆRLEIKUR.  Ég hugsa um þessi orð daglega og læt þau fylla mig ást og hlýju.  Það gefur mér orku (ekki það að mig vanti hana neitt gífurlegaTounge, því stundum tími ég ekki að sofna eftir næturvaktina því mig langar svo að fara að gera eitthvað, en maður verður auðvitað að vera skynsamur og sofaHalo) og hlýtur að hafa góð áhrif út í umhverfið.

Legg til að allir geri sér lykilorð/þema fyrir

2008

gaman væri að heyra þitt/þín lykilorð.

 


"Fimmta árstíðin" eftir Toshiki Toma

 

Mig langar að segja ykkur frá yndislegri ljóðabók sem ég keypti mér um daginn. 

"Fimmta árstíðin" eftir Toshiki Toma prest innflytjenda. 

Mér finnst svo stórkostlegt að manneskja frá Japan skuli yrkja ljóð á jafn ólíku máli og íslenskan er.  Hann er greinilega búin að vera hér lengi og komin með ákveðna tilfinningu fyrir íslensku máli.  Hann er einlægur í ljóðagerð sinni og í einlægu sambandi við tilfinningar sínar og þær tilfinningar sem hann setur í ljóðin.

 En sjón er sögu ríkari, endilega styrkið þessa list og skellið ykkur á bók, kostar bara kr. 2000,-

Ódýrt af listaverki að vera!

Ég get tekið á móti pöntunum Smile (er EKKI á prósentum, finnst þetta  bara æðisleg bók og vil að sem flestir njóti hennar)

Sendið bara póst á

thora@hugurogheilsa.is

SmileSmileInLove


Kyrrðarstund

Kyrrðarstundir eru mér umhugsunarefni núna.   Það er nauðsynlegt fyrir okkur öll held ég að eiga kyrrðarstundir með okkur sjálfum, ef ekki daglega þá allavega mjög reglulega og meðvitað.  En hvað eru kyrrðarstundir?  Hvað gerir maður í kyrrðarstundum? 

Staldraðu aðeins núna við með sjálfum/sjáfri þér og hugaðu að því hvað þér dettur í hug þegar þú heyrir orðið "kyrrðarstund" Halo

Þegar ég hugsa um orðið "kyrrðarstund" dettur mér í hug friður, ró, væntumþykja, kertaljós, létt tilfinning, róleg og lág tónlist eða þögn, góður staður, ilmur af náttúrunni, sjávarniður, uppáhalds-tónlist, tæma hugann, nudd, slökun, teppi, rúm, góður hægindastóll, reykelsi, heitur pottur, heitt bað, ilmolíur, sitja í stól og hugsa ekkert eða fallegar hugsanir, hugsa ekkert og finna hvaða hugsanir koma ósjálfrátt að okkur, hlusta á umhverfið, nægjusemi, þolinmæði, augnablikið, finna aðeins núið og láta andrúmsloftið leika um sig og finna það góða, opna hjartað, anda frá sér óþægindum og að sér því góða, kristileg stund, bæn, kærleikur...

Svona er lengi hægt að telja.  Við þurfum bara að finna hvað hentar okkur í okkar kyrrðarstund.  Kyrrðarstundirnar þurfa ekki alltaf að vera eins. Þín getur verið öðruvísi í dag en á morgun.  Mundu bara að þessar stundir eru aðeins þú án ytra áreitis. Ég held að svona stundir færi okkur nær sjálfinu og hjálpi okkur að finna hver við raunverulega erum og hverjar okkar langanir og þrár eru.  Þær halda okkur í núinu og setja þannig ákveðna bremsu á hugann sem getur auðveldlega í dagsins önn fært okkur um stund lengra frá okkur sjálfum... ef svo má að orði komast.  Á svona stundum getum við meira að segja komið okkur á óvart.  Því að ýmislegt getur birst okkur úr undirmeðvitundinni sem þar er geymt en kemst ekki upp á yfirborðið, og vittu til stundum er það eitthvað sem við vildum ekki hafa misst af að kynnast hjá okkur og sinna Smile Búðu þig undir það að þetta geti tekið aðeins á fyrst, hugurinn kannski á fleygiferð... EN það æfist og þú munt ekki vilja sleppa þeim eftir þaðHalo

Hvernig viltu hafa þína kyrrðarstund í dag?  InLove

Þú þarft ekki að skipuleggja hana.  Byrjaðu bara á því að halla þér aftur í stólnum sem þú situr í núna og loka augunum, tæmdu hugann og sjáðu hvað þessi stund mun hafa fyrir þig í dag. 

  Heart


Að gefa sér tækifæri

Það er alltaf gaman að velta fyrir sér lífinu.  Flest fáum við okkar tækifæri a.m.k. ef við höfum augun opin.  En hvað er tækifæri? Hvað finnst okkur vera tækifæri?  Hvernig koma þau til okkar, eða hvernig sækjum við þau? 

Það má segja að lífið sjálft sé tækifæri.  Tækifæri til að lifa og fá að taka þátt í lífinu.  En það er ekki sjálfsagt og þess vegna ber að vera þakklátur fyrir hvern dag og gleðjast yfir hverju ári sem okkur er gefið.  Hver afmælisdagur er hátíð og þess vegna tækifæri til að gleðjast og gera mikið úr honum. En það er líka hægt að glopra tækifærunum úr höndum sér og það í stórum stíl.  Og jafnvel að missa af sjálfum sér. 

Í mínum huga er tækifæri eitthvað sem við sjáum sem ávinning.  Eitthvað sem gefur okkur möguleika, möguleika til vaxtar, þroska, gleði eða framþróunar á einhvern hátt.  Það er auðvitað mjög einstaklingsbundið hvað fólk sér sem tækifæri, hvað fólk velur og hvernig lífi fólk vill lifa.  Það sem einum finnst tækifæri finnst öðrum sóun eða enginn ávinningur af.  Eitt er víst að við eigum flest fleiri tækifæri í vændum en okkur grunar.  Jú, það sem ég meina er það að við þurfum að vera vakandi.  Þurfum að kunna að gefa og þiggja og sjá hvað lífið hefur upp á að bjóða.  Kunna að grípa gersemar lífsins á hverjum degi, í stóru OG smáu.  Tækifærin koma ekki alltaf á silfurfati, stundum þarf að hafa fyrir þeim en önnur og líklega mörg hoppa inn í líf okkar án þess að við sjáum þau.  Þeim er sólundað í blekkingu og blindu græðginnar og jafnvel þeirri vanþakklátu hugsun sem við líklega flest dettum í að vilja eitthvað annað, meira og betra en við höfum.   En sennilega þegar öllu er á botninn hvolft er það sem við höfum og eigum stórkostlegt og dásamlegt......en illa nýtt.

Það vill líka stundum gleymast að í lífinu höfum við VAL.  Við getum hreinlega oft valið að vera hamingjusöm eða valið (oftast ómeðvitað) að vera óhamingjusöm, neikvæð og leið.   Við getum valið að vera fúl á mánudagsmorgni og nenna ekki inn í vinnuvikuna.  Getum valið þegar gardínurnar eru dregnar frá að fúlsa yfir veðrinu.  Getum valið að vera fúl yfir því að vera sein og þurfa að skafa af bílnum  Getum valið að vorkenna okkur fyrir að þurfa að vakna að helgarmorgni í vinnu.  Getum valið að að dæsa yfir því að þurfa að hlaupa 3 hæðir.  Við getum valið... það er bara spurning hvað við VELJUM AÐ VELJA, sjálfsvorkun og hlutverk fórnarlambsins eða að taka lífinu og verkefnum dagsins sem ögrun, gjöf og tækifæri.  Ef við temjum okkur gleði og trúum því að lífið sé fullt af tækifærum verðum við hamingjusöm.  Hamingjan verður okkur töm og ósjálfrátt förum við að sjá lífið fullt af tækifærum og gleði og um leið öðlast innri ró til að takast á við það þegar lífið er ögrandi.

 KissingHvert er ÞITT VAL??LoL


Heilsuvikan

Jæja, allt á fullu hjá okkur mæðgum í heilsuvikunni.  Við ákváðum nefninlega að skipuleggja heilsuvikuTounge  Henni dóttur minni finnst það voða gaman, hún hefur mikinn áhuga á að hreyfa sig hefur alltaf þótt það gott, er útipúki eins og hún segir sjálf.  Hún elskar það að vera úti í náttúrunni.  Svo settum við saman matseðil fyri vikuna.  Hollt í kvöldmatinn. Á morgun ætlum við að hafa "heilsupizzu", á matseðlinum var líka grænmetisréttur, kjúlli, fiskréttur.  Voða gaman.  Það er svo gaman að gera eitthvað svona með börnunum sínum.  Við eigum okkar reglulega mæðgnadag.  Gerum þá ýmislegt saman.  Förum á bókasafnið, göngum saman, förum í Smáralind og mátum föt og svo á kaffihús.... hihihihi.  Ætlum á höggmyndasafn og svona ýmislegt skemmtilegt á planinu Smile

Þessar stundir eru okkur mjög dýrmætar, þær tengja okkur enn frekar saman, kalla á kærleikann og tryggðina, og það er svo dásamlegt að fá yndislegu orðin hennar.  Þetta eru okkar kærleiksstundir sem við elskum báðar InLove

Það er svo mikill hraði og kapp í öllum að það má ekki gleyma að hægja á sér og setja í programmið, stundir með börnunum, hlusta á þau og finna hvað þau langar og hjálpa þeim að láta drauma sína rætast.  Einn af draumum þeirra er að eiga góðar stundir í afslappelsi með okkur foreldrunum.

HaloSöfnum dásamlegum minningum með börnunum okkar Heart

 


Það Guð mér gaf

   

Lindin tær lífsins gjöf

leggst nú yfir vora sálu.

Yfir löndin, yfir höf,

yfir auðu grösin strjálu.

Það Guð mér gaf

er grátin svaf.

 

Auðmýkt Guðs, elur mig

umber allt er lifir.

Að muna Hann, er mildar þig

meðan vakir yfir.

Það Guð mér gaf

er grátin svaf.

 

Það Guð mér gaf

er grátin svaf

tæra gleði hann mér léði.

Ungu hjarta ljósið bjarta

unaði og kærleik skarta.

Það Guð mér gaf

og glöð ég svaf.

                                   (Þóra 2006 og 2007)

 

 

 

 

Sálmur

Sýndu oss Drottinn sannleikans mynd

svaraðu kalli, leystu frá synd.

Alvaldur Faðir eilífa ljós

umvafinn elsku, fegursta rós.

 

Færðu oss Drottinn friðarins lind

frelsaðu mannsins sál þegar blind,

veður í villu hallar þér frá,

 voldugi Faðir himninum á.

 

Gefðu oss Drottinn gleðinnar fró

glæddu oss lífi, huganum ró.

Mátt þinn og kærleik mikla um lönd

mildur ó Kristur, rétt þína hönd.

 

Fögnum, því Drottins dásemdir fást,

dagurinn rís, ei þurfum að þjást.

Þökkum af hjarta, þökkum í trú,

þökkum því dagur lífsins er nú!

 

                                                                                Þóra I. Sig.   2007.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband