12.3.2008 | 08:54
Að vera eða að vera ekki?
Sú var tíðin
að ég rembdist
eins og rjúpan við staurinn
við að vera eitthvað.
Þá var ég aldrei neitt,
nema sýndarmennskan
og ein stór vonbrigði.
Það var ekki fyrr
en ég gafst upp
og hætti að rembast
að mér opinberaðist
að í sjálfum mér
væri ég svo sem ekki neitt,
en þó endanlega dýrmætur
í augum Guðs
að mér fannst ég verða eitthvað,
vera einhvers virði.
Þá fyrst fór ég
að hafa eitthvað fram að færa.
Þá fór ég að geta
gefið eitthvað
af mér.
"Því að mátturinn
fullkomnast í veikleika" (II.Kor. 12:9)
(Sigurbjörn Þorkelsson, úr dásamlegri ljóðabók SVALT, útg. 2007)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.3.2008 | 14:08
Mæður
Mæður eru demantar,
perlur sem umvefja okkur,
eru okkur sem vísdómsvegur
í kærleika og ást.
Allar stjörnurnar á himnum
eru ljós frá þeim
og öllum sem við elskum
og komnir eru heim til Guðs,
og taka utan um okkur alla daga.
(ÞIS 03.08)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)