18.9.2007 | 12:56
Það Guð mér gaf
Lindin tær lífsins gjöf
leggst nú yfir vora sálu.
Yfir löndin, yfir höf,
yfir auðu grösin strjálu.
Það Guð mér gaf
er grátin svaf.
Auðmýkt Guðs, elur mig
umber allt er lifir.
Að muna Hann, er mildar þig
meðan vakir yfir.
Það Guð mér gaf
er grátin svaf.
Það Guð mér gaf
er grátin svaf
tæra gleði hann mér léði.
Ungu hjarta ljósið bjarta
unaði og kærleik skarta.
Það Guð mér gaf
og glöð ég svaf.
(Þóra 2006 og 2007)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
9.9.2007 | 23:56
Sálmur
Sýndu oss Drottinn sannleikans mynd
svaraðu kalli, leystu frá synd.
Alvaldur Faðir eilífa ljós
umvafinn elsku, fegursta rós.
Færðu oss Drottinn friðarins lind
frelsaðu mannsins sál þegar blind,
veður í villu hallar þér frá,
voldugi Faðir himninum á.
Gefðu oss Drottinn gleðinnar fró
glæddu oss lífi, huganum ró.
Mátt þinn og kærleik mikla um lönd
mildur ó Kristur, rétt þína hönd.
Fögnum, því Drottins dásemdir fást,
dagurinn rís, ei þurfum að þjást.
Þökkum af hjarta, þökkum í trú,
þökkum því dagur lífsins er nú!
Þóra I. Sig. 2007.
Bloggar | Breytt 21.9.2007 kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)