Heilsuvikan

Jæja, allt á fullu hjá okkur mæðgum í heilsuvikunni.  Við ákváðum nefninlega að skipuleggja heilsuvikuTounge  Henni dóttur minni finnst það voða gaman, hún hefur mikinn áhuga á að hreyfa sig hefur alltaf þótt það gott, er útipúki eins og hún segir sjálf.  Hún elskar það að vera úti í náttúrunni.  Svo settum við saman matseðil fyri vikuna.  Hollt í kvöldmatinn. Á morgun ætlum við að hafa "heilsupizzu", á matseðlinum var líka grænmetisréttur, kjúlli, fiskréttur.  Voða gaman.  Það er svo gaman að gera eitthvað svona með börnunum sínum.  Við eigum okkar reglulega mæðgnadag.  Gerum þá ýmislegt saman.  Förum á bókasafnið, göngum saman, förum í Smáralind og mátum föt og svo á kaffihús.... hihihihi.  Ætlum á höggmyndasafn og svona ýmislegt skemmtilegt á planinu Smile

Þessar stundir eru okkur mjög dýrmætar, þær tengja okkur enn frekar saman, kalla á kærleikann og tryggðina, og það er svo dásamlegt að fá yndislegu orðin hennar.  Þetta eru okkar kærleiksstundir sem við elskum báðar InLove

Það er svo mikill hraði og kapp í öllum að það má ekki gleyma að hægja á sér og setja í programmið, stundir með börnunum, hlusta á þau og finna hvað þau langar og hjálpa þeim að láta drauma sína rætast.  Einn af draumum þeirra er að eiga góðar stundir í afslappelsi með okkur foreldrunum.

HaloSöfnum dásamlegum minningum með börnunum okkar Heart

 


Bloggfærslur 19. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband