7.6.2007 | 10:23
Áttu vin?
Veistu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við hann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft
(úr Hávamálum)
Frábær og svo mikið rétt orð þetta er það ekki? Þegar maður er að tapa sér í tímaleysi og stressi og á fullt af vinum, sem maður vanrækir bara sisvona. Hvað með allt þetta veraldlega allt á fullu bara er það ekki? Æi, hættum þessu. Það þarf ekki að vera mikið eða langur tími... smá bjútí sms... stökkva saman í hádeginu í súpu einhvers staðar... símtal bara...."Æi, ég bara þurfti að segja þér hvað mér þykir þú æðisleg" gefur mikið og engin fyrirhöfn.
Vináttan er eitt sterkasta afl held ég sem til er. Að eiga góða vini og að vera góður vinur er yndislegt veganesti fyrir okkur öll. Gefur styrk í amstrinu og gleði í gæfunni.
Kærleikurinn gerir kraftaverk
"Sendum einum vini hlýtt sms NÚNA"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)