18.9.2007 | 12:56
Það Guð mér gaf
Lindin tær lífsins gjöf
leggst nú yfir vora sálu.
Yfir löndin, yfir höf,
yfir auðu grösin strjálu.
Það Guð mér gaf
er grátin svaf.
Auðmýkt Guðs, elur mig
umber allt er lifir.
Að muna Hann, er mildar þig
meðan vakir yfir.
Það Guð mér gaf
er grátin svaf.
Það Guð mér gaf
er grátin svaf
tæra gleði hann mér léði.
Ungu hjarta ljósið bjarta
unaði og kærleik skarta.
Það Guð mér gaf
og glöð ég svaf.
(Þóra 2006 og 2007)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)