Nýir tímar

Nótt

morgunn

dagur.

 

Nóttin er á bak og burt

eins og dökku tímarnir.

 

Morgunninn var langur

óralangur, bjartur og nýr

en þó rökkvaður eftir nóttina.

Hversu lengi mun morgunninn vara?

 

Þangað til ég ákveð að dagurinn sé kominn,

og hann er kominn.

Nýr dagur, með nýjum vonum og þrám,

bjartur dagur.

 

Nýir tímar.


Bloggfærslur 3. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband