Þú ert frábær!

 

DRAUMAR OG MARKMIÐ

"Ég mun aldrei geta þetta", sagði Allan Jones við félaga sinn, daginn áður en honum bauðst að taka þátt í söngvakeppni -  sem þó hann hafði alltaf dreymt um. Hann ákvað ÞÓ að láta til leiðast fyrir áeggjan vina og kunningja sem vissu af hans íðilfögru rödd.  "Allt í lagi, ég geri þetta fyrir þau", hugsaði maðurinn og hóf að undirbúa keppnina, "það væri svo fáránlegt að gera þetta ekki eftir alla þessa hvatningu."  Hvern morgunn fylltist hann kvíða yfir deginum og æfingunum sem framundan voru en lét sig hafa það að mæta án nokkurrar trúar á að honum tækist að komast í verðlaunasæti HVAÐ ÞÁ að vinna.

"Nei ég get þetta ekki" hugsaði hann í hvert sinn sem hann hóf upp raustina en reyndi þó að láta á litlu bera.

Loks rann upp keppnisdagurinn, sólríkur og fagur, en inn á milli var eins og ský drægi fyrir sólu og það hellirigndi, í nokkrar mínútur.

"Bölvað veður, af hverju þarf veðrið að vera svona... einmitt þennan dag?"

 

Loks rann upp úrslitastundin og úrslitin voru tilkynnt...  "Vinningshafinn er: Monica Lee!

 

Monica gekk hnarreist inn sviðið, með sinni alkunnu geislandi framkomu sem einkenndist af öryggi þakkaði fyrir stuðninginn og hóf að syngja vinningssönginn í annað sinn.

Allan tímann hugsaði Allan um það hvers vegna hann hefði ekki unnið eins og hún.  Jú, víst hafði hún fallega rödd, EN hún skransaði nú á sumum tónum sem Allan hafði ekki gert. Hann hugsaði um alla þá reynslu sem hann hefði í söng, allt sem hann hafði lært í samanburði við þá litlu reynslu sem Monica hafði.  En þrátt fyrir þetta klappaði salurinn og gleðin skein úr áheyrendunum...

Daginn eftir sá Allan viðtal við Monicu í borgarblaðinu.  Blaðamaðurinn spjallaði ítarlega við söngkonuna og spurði hana hverju hún vildi þakka það að hún vann og nyti almennt velgengni.  Monica svaraði:  "Í æsku var mér kennt að líta á hvern dag sem GJÖF fulla af tækifærum, tækifærum sem biðu mín BARA ef ég tæki eftir þeim og gripi þau.  Þegar ég sá auglýsinguna um keppnina ákvað ég að ég ÆTLAÐI að taka þátt og vonaði auðvitað að ég ynni og innst inni vann ég stöðugt að því allan undirbúningstímann. Ég ákvað að byggja upp eldmóð hjá mér, hlustaði á hvetjandi tónlist, las bækur og hlustaði á diska með mannbætandi og uppbyggjandi efni og efni sem virkjar eldmóðinn.  Ég sofnaði á kvöldin með jákvæðar hugsanir, og þegar ég dró frá glugganum á morgnana hugsaði ég alltaf "yndislegur dagur" sama hvernig viðraði.  Ég hugsaði vel um sjálfa mig, leyfði mér að vera sorgmædd þegar ég þurfti þess og leyfði mér að þiggja aðstoð ef ég þurfti hennar með.  Fyrst af öllu passaði ég að missa ALDREI sjónar af draumnum.  Ég hugsaði þetta sem köllun og fór leiðina í huganum, ég skrifaði niður áætlun og skoðaði hana daglega.  OG ÉG ÁKVAÐ AÐ FRAMKVÆMA ...

ÞORA AÐ FRAMKVÆMA DRAUMINN.  Í æsku hafði mér verið kennt að þolinmæði, mannkærleikur, þrautseigja og sveigjanleiki væru gildi sem ég yrði að temja mér ef ég ætlaði að ná árangri. Á leiðinni þurfti ég að ganga í gegnum hindranir sem urðu mér enn meiri hvatning til að halda áfram og sigrast á þeim.  Ég endurskoðaði markmið mín reglulega og passaði að MISSA ALDREI SJÓNAR af því hvert ég ætlaði.  Ég æfði mig og æfði og ákvað fyrir hverja æfingu að hún yrði mér heilladrjúg, jafnvel þótt mér fyndist ég glötuð.  Ég gerði mistök en nýtti mér þau til vaxtar, og verðlaunaði mig reglulega.  Þannig gladdi ég sjálfa mig.   Ég sá mig fyrir mér upp á sviði þar sem ég tók á móti verðlaununum og söng lagið.  Þegar ég var ein heima tók ég í höndina á fullt af fólki í huganum -og lék þessa athöfn það- og þakkaði fyrir stuðninginn, ég sá í hvaða fötum ég yrði úrslitadaginn,... og í þeim var ég í gær.

 

Að lokum vil ég fá að þakka fjölskyldu minn fyrir stuðninginn og fyrir að hafa ALLTAF hvatt mig áfram og kennt mér hvernig maður lætur sér dreyma og vinnur að sínum draumum þangað til þeir rætast.  Ég vil þakka þeim fyrir að kenna mér að gera markmið og ná þeim á mínum forsendum, fyrir að hrósa mér, fyrir að fylla hug minn jákvæðum hugsunum, fyrir kærleikann, góðvildina og það að leyfa MÉR að vera ég sjálf

OG að hlusta á MIG með virðingu...

á öllum aldri.

Ég veit hvert ég stefni

og veit að ég ætla

og ég veit að þetta geta allir.

 

Farðu út og líttu í kringum þig og ég er viss um að innan 30 mínútna muntu sjá eitthvað sem gefur þér tækifæri

EF þú hefur augun opin, kíktu!

"If you can dream it you can do it" (Walt Disney)

....JUST DO IT"

 

Ef þig getur dreymt, geturðu framkvæmt...

stökktu NÚNA,

og gerðu

ÞINN draum að veruleika,

bæði í starfi og einkalífi.

 

Allan:

Neikvæðar hugsanir

Vantar sjálfstrú

Gera fyrir aðra

Tekur ekki sjálfstæða ákvörðun

Kvíði

Dregur sig niður

Sér neikvætt í "öllu" sbr. Veðrið

 

  •  leiddi sig sjálfur að því að vinna ekki

Monica:

Hnarreist, örugg (fake it if you can't make it)

Framkoma

Kurteisi

Sjálfstrú í botni

Smitandi (salurinn)

Leiðin:

Viðhorf - dagurinn gjöf

Grípa tækifærin

Ætla-Taka ákvörðun

Framkvæma

Byggja upp eldmóð

Uppbygging

Bækur CD

Jákvæðar hugsanir í svefn og að morgni

Hugsa vel um sig

Finna tilfinningar vinna með þær

MISSA ALDREI SJÓNAR AF DRAUMNUM

Læra af mistökunum

Gera drauminn raunverulegan í huganum

og í verki

Þakka

 

"If you can  DREAM IT

you can DO IT"


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fallegt... og svo SATT

Björk (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband