Hví ekki að skella sér í það núna?

"Sæææææl!! Ekki átti ég von á að þú myndir hringja ég ætlaði að hringja í þig eftir kvöldmat" sagði lasburða kona sem ég þekki þegar ég hringdi í hana í dag.  Reyndar er mjög erfitt oft að skilja hana í síma.  Hún var yfir sig glöð.  "Og hafðu það gott sagði hún í lok símtalsins... og þakka þér innilega fyrir að hringja í mig."

Ég kom úr vinnunni settist inn í stofu hjá fjölskyldunni og sagði:  "Gerum öll eitt góðverk í dag!

"Við mæðgurnar ræddum um það hvað það myndi gefa þeim sem "fyrir því yrði" og okkur ef við myndum nú gera svosem eins og eitt góðverk í dag.

Dóttirinn ákvað að gefa vinkonu sinni gjöf, ég ákvað að hringja í þessa vinkonu mína og eiginmaðurinn ákvað að hringja í lasburða mann sem hann þekkir.  Dóttirin sagðist líka ætla að gleðja sjálfa sig, það má auðvitað ekki gleyma því, góður punktur hjá henni.

Eftir heimspekilegar umræður um góðverk komumst við að því að auðvitað myndu þessi góðverk GLEÐJA AÐRA og um leið fengjum við að samgleðjast öðrum og "fá hlýtt í hjartað" eins og 8 ára dóttirin komst að orði.

Niðurstaðan semsé sú að það gerir öllum gott að gera góðverk.

 BROSUM OG GERUM EITT GÓÐVERK Í DAG............

....OG HÖLDUM ÞVÍ SVO ÁFRAM.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband