Að vera eða að vera ekki?

 

Sú var tíðin

að ég rembdist

eins og rjúpan við staurinn

við að vera eitthvað.

 

Þá var ég aldrei neitt,

nema sýndarmennskan

og ein stór vonbrigði.

 

Það var ekki fyrr

en ég gafst upp

og hætti að rembast

að mér opinberaðist

að í sjálfum mér

væri ég svo sem ekki neitt,

en þó endanlega dýrmætur

í augum Guðs

að mér fannst ég verða eitthvað,

vera einhvers virði.

 

Þá fyrst fór ég

að hafa eitthvað fram að færa.

 

Þá fór ég að geta

gefið eitthvað

af mér.

 

"Því að mátturinn

fullkomnast í veikleika" (II.Kor. 12:9)

                                  (Sigurbjörn Þorkelsson, úr dásamlegri ljóðabók SVALT, útg. 2007)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Takk fyrir þetta.

Vilborg Traustadóttir, 12.3.2008 kl. 18:31

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Frábært ljóð og svo sannarlega get ég séð sjálfa mig í því áður en ég gerði Jesú krist að mínum, Guð blessi þig Þóra margfaldlega og fjölskyldu þína og ástvini

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.3.2008 kl. 09:32

3 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Amen - það stendur í síðara pétursbréfi 1:10: Kostið þess vegna fremur kapps um, systkin, að gera köllun ykkar og útvalning vissa. Ef þið gerið það munuð þið aldrei hrasa.

Það er svo mikil lækning að vera sú manneskja sem að Guð ætlaði okkur að vera .

kv Sigríður 

Sigríður Jónsdóttir, 17.5.2008 kl. 21:05

4 identicon

Þetta er mjög fallegt ljóð og þú ert besta mamma í heimi Kv.Unnur Hlíf

Unnur Hlif (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband