Þakklæti

Í dag eru 12 ár síðan yndislega móðir mín lést.  Ég þakka Guði fyrir að hafa gefið mér hana sem móður.  Ég þakka fyrir að hafa átt hana í barnæsku og uppvextinum þótt ég hafi verið ung þegar hún lést.  Það eru ekki allir svo heppnir að eiga móður sem barn.  Mikið óskaplega sakna ég hennar mikið, og sérstaklega mikið nú og síðastliðin ár.  Móðir mín Unnur Guðrún Jóhannsdóttir var góð kona. Hún var rík af réttlætiskennd, fórnfús, falleg og dugleg.  Hún sá vel um heimilið og okkur dætur sínar þrátt fyrir hálfa heilsu.  Hún var forkur til verka, þrautseig og komst það sem hún ætlaði sér.  Lífið var henni oft erfitt það vissi ég, en hún stóð alltaf upp teinrétt og sterkari.  Hún kenndi mér margt sem ég er þakklát fyrir.  Ég þakka allar dásamlegu stundirnar okkar saman, ég að læra hún að fylgjast með, ég að spila eða syngja á tónleikum og hún að hlusta,  við að drekka saman heita mjólk og borða suðusúkkulaði með.  Móðir mín sýndi mér mikla ást og hlýju, og fyrir það verð ég ævinlega þakklát.

Gegnum sára sorgina er ég full þakklætis og gleði yfir að hafa átt þig fyrir móður, elsku hjartans mamma mín, takk fyrir allt.

Njótum þess sem lífið hefur upp á að bjóða

full þakklætis fyrir það sem okkur hefur verið gefið,

mér var gefin góð móðir.

 


Bloggfærslur 11. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband