NÚNA!

"Veistu mér er að takast þetta með NÚ-IÐ Þóra" sagði vinkona mín við mig um daginn.  "Æðislegt!" sagði ég, búin að vera að æfa mig í þessu nokkuð lengi, og bara orðin býsna góð í því.  Já og bara loka fyrir fortíð og framtíð líka... svei mér þá... og NJÓTA NÚSINS, auðvitað skipuleggjum við tímann en ekki óþarfa áhyggjur.  Höfum ekki áhyggjur af því sem svo aldrei verður.  "Pældu í því" sagði hún...."við erum saman núna, lifum núna og bara það er ekkert sjálfsagt!" "Svona leið örugglega Edison þegar hann fann upp ljósaperuna!", hélt hún áfram alveg yfir sig ánægð með þessa nýju uppgötnun.  "Vá til hamingju", sagði ég...  "Heyrðu höldum upp á þetta" segi ég... Wizardalltaf tilbúin að halda upp á allt...WinkGrin  Við þögðum um stund og horfðum hvor á aðra... vá hvað er gaman hjá okkur vorum við sammála um... stukkum út í bíl... og brunuðum út í gleðina... Rigning! Hvað með það... það er allavega sól hjá okkur, við erum sko áhyggjulausar yfir veðrinu.  Jájá, og komnar með svo fína stjórn á okkar eigin áhyggjum....Halo

 Tvær konur spókandi sig og að æfa sig í áhyggjuleysi... er þetta ekki dásamlegt!Wink

"LIFUM Í NÚINU"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég þarf svoooo að æfa mig í þessu með NÚ-IÐ - ekki eins og ég hafi ekki heyrt það áður hjá þér að hætta þessum áhyggjum af öllu og öllum og njóta stundarinnar og drekka í sig lífið og baða sig í hamingjunni og öllum þeim gjöfum sem eru til að njóta, eins og börnin og eiginmaðurinn og vinirnir allir (pjúff).

Elska þig - þú ert best og ég hlakka til að halda áfram að lesa gullkornin þín hér á þessu yndislega bloggi þínu.

Knús og takk fyrir að vera til

Kristín Ósk

Kristín Ósk (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 13:34

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já!  Myndi Jón Ársæll segja.  Flott hjá ykkur.Segi ég.

Vilborg Traustadóttir, 6.6.2007 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband