7.6.2007 | 10:23
Áttu vin?
Veistu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við hann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft
(úr Hávamálum)
Frábær og svo mikið rétt orð þetta er það ekki? Þegar maður er að tapa sér í tímaleysi og stressi og á fullt af vinum, sem maður vanrækir bara sisvona. Hvað með allt þetta veraldlega allt á fullu bara er það ekki? Æi, hættum þessu. Það þarf ekki að vera mikið eða langur tími... smá bjútí sms... stökkva saman í hádeginu í súpu einhvers staðar... símtal bara...."Æi, ég bara þurfti að segja þér hvað mér þykir þú æðisleg" gefur mikið og engin fyrirhöfn.
Vináttan er eitt sterkasta afl held ég sem til er. Að eiga góða vini og að vera góður vinur er yndislegt veganesti fyrir okkur öll. Gefur styrk í amstrinu og gleði í gæfunni.
Kærleikurinn gerir kraftaverk
"Sendum einum vini hlýtt sms NÚNA"
Athugasemdir
ÉG á eina yndislega, gefandi og frábæra vinkonu... hún heitir Þóra. Takk fyrir að vera til Þóra mín. Skrifin þín hérna á síðunni eru virkilega falleg og uppbyggileg. Love, B.
Björk (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 12:19
Hæææ elsku Þóra mín !!!
vá hvað þetta er flott framtak hjá þer að byrja að blogga :) ! æðisleg skrif hjá þer og mjög gaman að lesa , ég mun kíkja her daglega :)
ástar og vinar kveðjur til ykkar allra
Hildur María
Hildur María frænka (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 21:27
Þetta eru mjög falleg skrif hjá þér.
Þú ættir að fara í guðfræðinám næst og verða prestur !!??
Ég skla senda sms til einhvers núna..
Toshiki Toma, 18.6.2007 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.