Ertu glöð/glaður í dag?

Það er nú skrýtið þetta líf.. við erum glöð, við erum sorgmædd og allt þar á milli... sem betur fer.  En erum við nógu oft glöð?  Látum við smámálin draga úr okkur kjark og þrótt?  Er ekki yndislegt að vakna á morgnana, draga frá gluggunum og finna að maður hefur tækifæri?  Maður getur farið út, nánast sama hvernig viðrar, bíllinn sér bara um að ferja mannWink  Að vakna með starfsorku og geta farið í vinnu er ómetanlegt, að geta unnið og tekið þátt í hversdagsleikanum.  Þessum hversdagsleika, sem er lífið sjálft.  Er ekki dásamlegt að vita hvað maður getur stjórnað miklu?  Við getum bara oft ákveðið að allt sé ömurlegt og líka að allt verði yndislegt.  Hvort viltu velja í dag?

Mér finnst mikilvægt að maður átti sig á hvað veitir manni gleði og temji sér þann vana að hafa oftast eitthvað til að hlakka til.  Einhvers staðar sá ég alveg brilljant hugmynd.  Að setjast niður og skrifa lista um það sem veitir manni gleði

"Það veit mér gleði að".... og halda svo áfram með listann.  Skrifaðu allt sem þér dettur í hug og ekki draga úr sjálfum þér. Svo er bara að gera það sem á listanum stendur.  Og þegar brjálað er að gera og allt í pati er einmitt mikil ástæða til að finna sér gleðigefandi stundir.

 

BanditEnginn kemur til með að þakka okkur fyrir fýludagana og allra síst við sjálf Devil

WizardWhistlingStjórnum huganum í dag,

höfum InLoveGAMAN og verum GLÖÐGrin

og umhverfiðWizard verður það líka


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband