22.6.2007 | 07:38
Áttu lausn?
"Mamma ég er með tvær lausnir" hvora myndir þú velja, sagði dóttir mín ánægð einn daginn. Það var ekki laust við að ég væri bara stolt af 8 ára kellunni minni, jæja hún hafði þá ratað eitthvað í gegn þessi umræða okkar af og til um lausnir á málum og að hugsa í lausnum. Hmhmhm og kannski fínt að minna mömmuna sjálfa stundum á þetta Það er rosalega mikilvægt að venja sig á að hugsa í lausnum en ekki hindrunum, þótt það geti stundum verið fja...... erfiðara, ef maður er í "ofurkrísu" En samt sem áður... það bregst ekki að það virkar. Ef við lítum á björtu hliðarnar, horfum á vanda dagsins sem verkefni til að leysa, náum við miklu meiri stjórn á hlutnum heldur en ef við finnum þessu allt til foráttu og festumst í því hve voðalegt það nú væri ef þetta færi nú svona eða hinsegin. Það er öruggt að maður þarf alltaf að hafa fyrir því að ná árangri, og það er gaman. Gerum raunhæfar væntingar, sjáum fyrir okkur lausnina eins og við viljum hafa hana og þá förum við ósjálfrátt að vinna að þessari lausn. Allt hefst þetta í huganum sem við getum ótrúlega mikið stjórnað. Ef þú þarft að gera mjög krefjandi verk sem er að buga þig, horfðu þá á þig leysa það í huganum með bros á vör og fulla(n) af eldmóði. Og ef þér líður allllllls ekki þannig þá hugsaðu þér að þér líði þannig og finndu þá líðan streyma inn í æðarnar getur verið erfitt fyrst, en ÆFINGIN skapar MEISTRANN. Tölum vel við okkur og hvetjum okkur til dáða, eins og við myndum tala við besta vin okkar, ekki myndum við brjóta hann niður. Horfðu á þá sem þér finnst gera vel og nýttu þá sem þínar fyrirmyndir, fagnaðu með henni(honum) og lærðu af viðkomandi. Það er BANNAÐ að pirrast á annarra velgengni!!! Hugsum í lausnum og þegar sigrinum er náð mundu þá eftir að FAGNA OG UMBUNA ÞÉR. Jú, þú átt það skilið!! Og það er allt í lagi að sleppa sér og fagna af innlifun, hoppaðu og settu allt í botn ef þú þarft. Við þurfum ekki alltaf að vera svona bæld og hrædd við að fagna eigin sigrum. Það er heilbrigt að sleppa sér stundum og heilmikil útrás
Hugsa í LAUSNUM....ÞAÐ ER MÁLIÐ byrjaðu NÚNA
|
Athugasemdir
Komdu sæl, séra Þóra!
Takk fyrir góðu pælinguna þína. Sömuleiðis finnst mér gaman að heimsækja síðuna þína. Hún er eins og friðarlind.
FAGNA OG UMBUNA ÞÉR. Jú, þú átt það skilið!!
Mér finnst erfitt að meta mig sjálfan almennilega og lang
oftast vanmet mig, og stundum allt-of-met. Það er ekki endilega auðvelt að vera sjál/fur
fyrir okkur ? (eða er þetta bara ég?)
"Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig". En mér sýnist nútímaleg vandræði okkar er við getum ekki jafnvel
"okkur sjálf". En kannkski finnum við lausn með tímanum!!!
Toshiki Toma, 22.6.2007 kl. 19:56
Þetta eru æðislegar bloggfærslur
Kær Kveðja
Þín dóttir Unnur Hlíf
Unnur Hlíf (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 23:14
ójá - ÞAÐ ER TIL LAUSN á öllu. Málið er bara EKKI GEFAST UPP. Hafa trú og traust á sjálfum sér og halda áfram Takk mín kæra
Sigga Jóna (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 09:51
þetta er frábær síða mamma
U-N-N-U-R H-L-Í-F (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.