Áhugamál - Gleðistundir

Mikið ofsalega er ég glöð núna.

Ég fór í kvöld á aðalfund í félagsskap sem ég tilheyri.  Það var alveg yndislegt að hitta fólkið eftir sumarið og ég fann hvað það gefur mér mikið að hitta þau reglulega yfir veturinn.  Fyrir mér eru það sannkallaðar gleðistundir sem ég hef átt með þessum vinum mínum til fjölda ára.  Þessi félagsskapur er eins og eldsneyti á mig og að tilheyra hópi sem maður treystir og þykir vænt um finnst mér ómetanlegt.  Án þeirra get ég illa hugsað mér tilveruna. 

Já, það er nauðsynlegt að sinna áhugamálum sínum.  Maður verður að eiga svona stundir með sjálfum sér, t.d. eitt kvöld í viku.  Ef þú ert að kafna í vinnu og gleymir að sinna áhugamálum þínum, byrjaðu þá strax að endurskipuleggja.  Ég er viss um að þú munt ekki sjá eftir því.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Sigurðsson

 

:)

Ég verð að segja þér eitt fyndið en satt.
Dóttir mín heitir Þóra en kallar sig enn Margrétardóttir en mun taka upp Sigurjónsdóttir (má það og ég vona það) innan skamms.
Málið er að ég kynntist þessari frábæru dóttur minni þegar hún var 17 ára, alveg satt.
Mamma hennar lét mig s.s. ekki vita fyrr en eftir 17 ár.  Ég hafði ekki hugmynd um þetta mál og var bara einu sinni með mömmu hennar þegar ég var nýorðinn 16.

Alla vega Þóra Sigurjónsdóttir, bara nafnið þitt skorar stöngin inn í minni bók.

Sigurjón Sigurðsson, 29.8.2007 kl. 10:23

2 identicon

Hæ Þóra mín,

gaman að kíkka hér við hjá þér. Það er svo margt áhugavert sem þú hefur skrifað.

Jú mikið rétt, ef er ekki tími fyrir áhugamálin þegar maður er að drukna í vinnu, skal endurskoða!

....... samt er alltaf tími fyrir saumó, það klikkar ekki!!

þín Hulda.

hulda björk garðarsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband