Hraðhlaup, langhlaup, nautnir

Hvað er hún að meina konan með þessari fyrirsögn? Sideways

Jú, það er alltaf gaman að spá í lífið og tilveruna, hvernig við lifum, hvernig við hugsum, hvernig við getum gert heiminn betri og hvernig við getum notið.  Ég hugsa að flestir geti verið sammála um að hraðinn er óskaplega mikill í umhverfinu.  Allt þarf að gerast hratt og vel, án tafar.  Hlutirnir þurfa að virka strax, tölvan að opna sig hratt og hugsa hratt, o.sfrv. os.frv.  En erum við að njóta nóg?  Finnum við fæturna snerta jörðina?

Hvernig væri að vera svolítið meðvitaðri um andartakið?  Finna fæturna snerta jörðina, finna andardráttinn sinn og þreifa á tímanum í stað þess að láta hann fljúga.  Við getum gert þetta bæði þegar mikið er að gera og lítið er að gera.  Ef við tengjum huga okkar fegurð og kærleika og því að njóta, finnum við ósjálfrátt það besta í þeim aðstæðum sem við erum að takast á við í dagsdaglegu lífi og við getum slakað á, og fundið og notið verksins og augnabliksins.  Eins ef það besta er ekki sjáanlegt verður auðveldara að finna lausnina og vinna að því besta.  Þegar maður er meðvitaður um augnablikið fer maður að sjá svo miklu meira í hverju andartaki.  Þú finnur betur fyrir fólki og færð meira út úr hverri mínútu, tekur betur eftir umhverfinu og lærir að njóta hvers smáræðis.  Lærir að sjá allt það sem við getum lært af öðrum með því að vera meðvitaður um andartakið og meðvitaður um þær gjafir sem við erum að þiggja frá umhverfinu og fólki sem á vegi okkar verður.  Að bjóða góðan dag í göngutúrnum þeim sem maður mætir og brosa, gefur okkur bros á móti.

 

SmileÍ lífinu erum við alltaf að gefa og þiggja, veljum að þiggja hið góða, veljum að gefa hið góða.

Njótum umhverfisins og andartaksins,

byrjaðu í dag, ÞÓTT þú Bandithaldir Whistlingað þú hafir mikið að gera.InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

´Þetta er mikið rétt hjá þér. Það eru komin nokkur ár síðan að ég fór að segja við sjálfa mig ég hef nægan tíma og gera allt á mínum hraða. Það skrítna er það að  þó sé sé varla nokkurn timann að flýta mér og get gert allt sem mig langar þá hef ég alltaf nægan tíma. Það er hreinlega eins og það hægist á honum með manni..tíminn fer að fylgja þér og þínum rythma í stað þess að þú sért á harðahlaupum á eftir tímanum...Og þá er sko hægt að njóta þess til hins ýtrasta að vera í Núinu sínu!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.8.2007 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband