11.8.2007 | 23:31
Alltaf jafn gaman á Fiskideginum Mikla
Fiskinn minn, namminamminamm..... já við familían skelltum okkur norður á Fiskidaginn Mikla MJÖG GAMAN. Ætli það séu ekki um 30.000 manns hérna með mér
Hátíðin byrjaði með því að fólk hittist við kirkjuna hlustaði á fallega tónlist og boðskap um vináttuna frá Hr. Karli Sigurbjörnssyni og Frú Vigdísi Finnbogadóttur. Loks mynduðu allir vinakeðjuna með því að haldast í hendur. Mjög fallegt og áhrifaríkt fannst mér. "Júlli kærleikur" (www.julli.is) hefur örugglega staðið fyrir þessu.
Hjá vinahjónum okkar var útbúin dýrindis fiskisúpa í gærkvöldi (föstud), reyndar 2 tegundir, húsbóndinn á því heimili reyddi þetta fram af sinni alkunnu snilld. 70 manns mættu í súpu og allir skemmtu sér konunglega
Í dag vantaði ekki matinn á aðalsvæðinu, æðislega góð bleikja á boðstólnum, plokkfiskur, þorskur, bollur rækjusalat, namminamm... jújú og svo líka hrátt hrefnukjöt og bleikja með sojasósu held ég og einhverju SVAKALEGA sterku gumsi. Úff hélt ég myndi bara stirðna upp þarna á staðnum, og er ég nú gefin fyrir sterkan mat. En þessu kom ég bara ekki niður. Allt annað alveg fyrirtak.
Margir voru búnir að setja upp sölubása í bænum og seldu handverk, heimatilbúnar sultur, o.fl o.fl.
Dætur mínar skemmtu sér við að horfa á brúðubílinn hennar Helgu Steffensen, meiriháttar gaman. Sú eldri fór svo með pabba sínum á Dýrin í Hálsaskógi, nóg að gera
Eftir dvölina á aðalsvæðinu var svo haldið til vinahjónanna og jahá, þar var bara hlaðborð af tertum og fíneríi.
Fiskidagurinn Mikli er greinilega kominn til að vera og ég á eftir að mæta hingað aftur og aftur og aftur og aftur....... ...var reyndar að koma í þriðja sinn og EKKI það síðasta, bara byrjunin hjá mér
Athugasemdir
Namm.....var nóg til....frétti af fólki sem hvarf frá án þess að fá nema smá slettu???? Annars skemmtileg hugmynd og frábær gestrisni að bjóða upp á þetta.
Vilborg Traustadóttir, 12.8.2007 kl. 10:41
...Það finnst mér skrýtið það var allt flæðandi í mat, á fleiri en einni stöð, sumir kannski ekki nennt að bíða í smá röð, eftir góðgætinu... við fórum seint og enn var verið að gefa mat...
Þóra I. Sigurjónsdóttir, 12.8.2007 kl. 11:09
Ooohhhh.... þetta er sko hátíð sem ég ætla á á næsta ári og auðvitað til að smakka þessar frægu og rómuðu fiskisúpur.... mmmmm fæ bara vatn í munninn við tilhugsunina. Æðislegt að heyra að þið hafið skemmt ykkur vel. Biðjum að heilsa í Logasalina.
Kv,
Ingunn.
Ingunn darling (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.