Færsluflokkur: Bloggar

Áhugamál - Gleðistundir

Mikið ofsalega er ég glöð núna.

Ég fór í kvöld á aðalfund í félagsskap sem ég tilheyri.  Það var alveg yndislegt að hitta fólkið eftir sumarið og ég fann hvað það gefur mér mikið að hitta þau reglulega yfir veturinn.  Fyrir mér eru það sannkallaðar gleðistundir sem ég hef átt með þessum vinum mínum til fjölda ára.  Þessi félagsskapur er eins og eldsneyti á mig og að tilheyra hópi sem maður treystir og þykir vænt um finnst mér ómetanlegt.  Án þeirra get ég illa hugsað mér tilveruna. 

Já, það er nauðsynlegt að sinna áhugamálum sínum.  Maður verður að eiga svona stundir með sjálfum sér, t.d. eitt kvöld í viku.  Ef þú ert að kafna í vinnu og gleymir að sinna áhugamálum þínum, byrjaðu þá strax að endurskipuleggja.  Ég er viss um að þú munt ekki sjá eftir því.

 


Yndislegt ljóð

Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín,
í þeim las ég alla
elskuna til mín.

Mamma, elsku mamma,
man ég þína hönd,
bar hún mig og benti
björt á dýrðarlönd.

Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt;
gengu hlýir geislar
gegnum hjarta mitt.

Mamma, elsku mamma,
mér í huga skín
bjarmi þinna bæna,
blessuð versin þín.

Mamma, elsku mamma,
man ég lengst og best
hjartað blíða, heita --
hjarta, er sakna' ég mest.
                      
(Sumarliði Halldórsson) 

Hraðhlaup, langhlaup, nautnir

Hvað er hún að meina konan með þessari fyrirsögn? Sideways

Jú, það er alltaf gaman að spá í lífið og tilveruna, hvernig við lifum, hvernig við hugsum, hvernig við getum gert heiminn betri og hvernig við getum notið.  Ég hugsa að flestir geti verið sammála um að hraðinn er óskaplega mikill í umhverfinu.  Allt þarf að gerast hratt og vel, án tafar.  Hlutirnir þurfa að virka strax, tölvan að opna sig hratt og hugsa hratt, o.sfrv. os.frv.  En erum við að njóta nóg?  Finnum við fæturna snerta jörðina?

Hvernig væri að vera svolítið meðvitaðri um andartakið?  Finna fæturna snerta jörðina, finna andardráttinn sinn og þreifa á tímanum í stað þess að láta hann fljúga.  Við getum gert þetta bæði þegar mikið er að gera og lítið er að gera.  Ef við tengjum huga okkar fegurð og kærleika og því að njóta, finnum við ósjálfrátt það besta í þeim aðstæðum sem við erum að takast á við í dagsdaglegu lífi og við getum slakað á, og fundið og notið verksins og augnabliksins.  Eins ef það besta er ekki sjáanlegt verður auðveldara að finna lausnina og vinna að því besta.  Þegar maður er meðvitaður um augnablikið fer maður að sjá svo miklu meira í hverju andartaki.  Þú finnur betur fyrir fólki og færð meira út úr hverri mínútu, tekur betur eftir umhverfinu og lærir að njóta hvers smáræðis.  Lærir að sjá allt það sem við getum lært af öðrum með því að vera meðvitaður um andartakið og meðvitaður um þær gjafir sem við erum að þiggja frá umhverfinu og fólki sem á vegi okkar verður.  Að bjóða góðan dag í göngutúrnum þeim sem maður mætir og brosa, gefur okkur bros á móti.

 

SmileÍ lífinu erum við alltaf að gefa og þiggja, veljum að þiggja hið góða, veljum að gefa hið góða.

Njótum umhverfisins og andartaksins,

byrjaðu í dag, ÞÓTT þú Bandithaldir Whistlingað þú hafir mikið að gera.InLove

 


Alltaf jafn gaman á Fiskideginum Mikla

Fiskinn minn, namminamminamm..... já við familían skelltum okkur norður á Fiskidaginn Mikla MJÖG GAMAN.  Ætli það séu ekki  um 30.000 manns hérna með mér W00t

Hátíðin byrjaði með því að fólk hittist við kirkjuna hlustaði á fallega tónlist og boðskap um vináttuna frá Hr. Karli Sigurbjörnssyni og Frú Vigdísi Finnbogadóttur.  Loks mynduðu allir vinakeðjuna með því að haldast í hendur.  Mjög fallegt og áhrifaríkt fannst mér.  "Júlli kærleikur" (www.julli.is) hefur örugglega staðið fyrir þessuCoolWink.

 Hjá vinahjónum okkar var útbúin dýrindis fiskisúpa í gærkvöldi (föstud), reyndar 2 tegundir, húsbóndinn á því heimili reyddi þetta fram af sinni alkunnu snilld.  70 manns mættu í súpu og allir skemmtu sér konunglega LoLWizardHappy

Í dag vantaði ekki matinn á aðalsvæðinu, æðislega góð bleikja á boðstólnum, plokkfiskur, þorskur, bollur rækjusalat, namminamm... jújú og svo líka hrátt hrefnukjöt og bleikja með sojasósu held ég og einhverju SVAKALEGA sterku gumsiSick.  Úff hélt ég myndi bara stirðna upp þarna á staðnum, og er ég nú gefin fyrir sterkan mat.  En þessu kom ég bara ekki niður.  Allt annað alveg fyrirtak.

Margir voru búnir að setja upp sölubása í bænum og seldu handverk, heimatilbúnar sultur, o.fl o.fl.

Dætur mínar skemmtu sér við að horfa á brúðubílinn hennar Helgu Steffensen, meiriháttar gaman. Sú eldri fór svo með pabba sínum á Dýrin í Hálsaskógi, nóg að gera Smile

Eftir dvölina á aðalsvæðinu var svo haldið til vinahjónanna og jahá, þar var bara hlaðborð af tertum og fíneríi.

Fiskidagurinn Mikli er greinilega kominn til að vera og ég á eftir að mæta hingað aftur og aftur og aftur og aftur.......  ...var reyndar að koma í þriðja sinn og EKKI það síðasta, bara byrjunin hjá mér Wizard

 

 


Að vera við stjórnvölinn

Hver stjórnar lífi þínu? Er það vinkona þín?  Er það mamma þín?  Er það makinn? Eru það systkini þín? Er það vinnuveitandinn? Er það nágranninn?  Er það .....þú sjálf(ur)?  Ertu raunverulega að lifa því lífi sem þú vilt lifa og finnst þú ættir að lifa?  Öll höfum við örugglega upplifað það einhvern tímann á æfinni (vonandi ekki um langan tíma samt!) að finnast við eiga að gera eitthvað eins og öðrum finnst, eða að velta því fyrir okkur hvað þessum eða hinum fyndist nú ef við gerðum þetta eða hitt.  Að við verðum að gera þetta út af hinu eða þessu og svo mætti lengi telja.  En skyldi þetta sama fólk vera svona mikið að spá í þessa hluti?  Nei... oftast er því slétt sama.  Og þar fyrir utan erum við sjálf ábyrg á okkar eigin hamingju og enginn veit betur en við hvað við viljum og hvað er best fyrir okkur.  En svo er aftur annað mál hvort við komumst í tengsl við þennan vilja okkar.  Hraði, streita, samkeppni, græðgi og vitleysa draga marga frá sjálfum sér og sumir enda sem áhyggjufullir brjálæðingar sem þeysast áfram um víða veröld í leit að friði, ró, peningum og betra lífi því það hljóti örugglega að vera til eitthvað betra og meira en það sem við höfum nú.  Eða hvað?  Auðvitað á þetta ekki við um alla en ég er svolítið hrædd um að þetta eigi við ansi marga.

Við verðum ekki frjáls nema þann dag sem við áttum okkur á því að ENGINN stjórnar lífi okkar nema við sjálf.  Daginn sem við felum okkur sjálfum alla ábyrgðina á eigin lífi, ákvörðunum, hugsunum  og gjörðum erum við frjáls.  Og við verðum svo frjáls að við áttum okkur á að við getum öðlast, og gert svo miklu  meira en okkur óraði fyrir.  Og þú hefur um leið miklu meira að gefa.  Þú verður traustsins verður, ert örugg(ur) með þig, kannt að setja mörk, og getur á mun heiðarlegri hátt áttað þig á hvað þínar ákvarðanir þýða fyrir þig og þína fjölskyldu.

 Taktu ákvörðun um hamingju og hún er handan við hornið...

undir þinni eigin stjórn.

 

 

 

 


Ástarljóð


Falleg ástarljóð

Þegar ég hugsa um engla, þá hugsa ég um þig.
Með þitt fallega bros og birtu bjarta.
Þú í örmum mínum umvefur mig, með öllu þínu hjarta.

Ég get verið sólin þín, þegar allt er frosið.
Því sólin hún er lífæð mín, hún vermir sem þú brosir.

Þú ert von í ólgu lífsins dróma,
Þín fegurð mun aldrei gleymast mér.
Með nálægð þinni þú lætur hvern dag ljóma,
svo lífið verður sælla með þér.

Þær stundir sem við erum saman,
er sem ég finn angan af ilmandi rósum...
Þú og aðeins þú lætur mig finnast ég vera á lífi...
Engla hafa sumir augum litið,
en nú hef ég séð þig og það er nóg.

(Höf ókunnugur, fann þetta einhvers staðar á netinu)


Áttu lausn?

"Mamma ég er með tvær lausnir" hvora myndir þú velja,

sagði dóttir mín ánægð einn daginn.

Það var ekki laust við að ég væri bara stolt af 8 ára kellunni minni, jæja hún hafði þá ratað eitthvað í gegn þessi umræða okkar af og til um lausnir á málum og að hugsa í lausnum.  Hmhmhm og kannski fínt að minna mömmuna sjálfa stundum á þetta WinkAngryWhistling 

Það er rosalega mikilvægt að venja sig á að hugsa í lausnum en ekki hindrunum, þótt það geti stundum verið fja...... erfiðara, ef maður er í "ofurkrísu"  En samt sem áður... það bregst ekki að það virkar.  Ef við lítum á björtu hliðarnar, horfum á vanda dagsins sem verkefni til að leysa, náum við miklu meiri stjórn á hlutnum heldur en ef við finnum þessu allt til foráttu og festumst í því hve voðalegt það nú væri ef þetta færi nú svona eða hinsegin.   

Það er öruggt að maður þarf alltaf að hafa fyrir því að ná árangri, og það er gaman.

Gerum raunhæfar væntingar, sjáum fyrir okkur lausnina eins og við viljum hafa hana og þá förum við ósjálfrátt að vinna að þessari lausn. 

Allt hefst þetta í huganum sem við getum ótrúlega mikið stjórnað. 

Ef þú þarft að gera mjög krefjandi verk sem er að buga þig, horfðu þá á þig leysa það  í huganum með bros á vör og fulla(n) af eldmóði.  Og ef þér líður allllllls ekki þannig þá hugsaðu þér að þér líði þannig og finndu þá líðan streyma inn í æðarnarWizard getur verið erfitt fyrst, en

ÆFINGIN skapar MEISTRANN.

Tölum vel við okkur og hvetjum okkur til dáða, eins og við myndum tala við besta vin okkar, ekki myndum við brjóta hann niður.   Horfðu á þá sem þér finnst gera vel og nýttu þá sem þínar fyrirmyndir, fagnaðu með henni(honum) og lærðu af viðkomandi.  Það er BANNAÐ að pirrast á annarra velgengni!!!

Hugsum í lausnum og þegar sigrinum er náð mundu þá eftir að FAGNA OG UMBUNA ÞÉR.  Jú, þú átt það skilið!! Og það er allt í lagi að sleppa sér og fagna af innlifun, hoppaðu og settu allt í botn ef þú þarft.  Við þurfum ekki alltaf að vera svona bæld og hrædd við að fagna eigin sigrum.  Það er heilbrigt að sleppa sér stundum og heilmikil útrás SmileW00t

 

Hugsa í LAUSNUM....ÞAÐ ER MÁLIÐ

byrjaðu NÚNAGrin

 

 

 

Þakklæti

Í dag eru 12 ár síðan yndislega móðir mín lést.  Ég þakka Guði fyrir að hafa gefið mér hana sem móður.  Ég þakka fyrir að hafa átt hana í barnæsku og uppvextinum þótt ég hafi verið ung þegar hún lést.  Það eru ekki allir svo heppnir að eiga móður sem barn.  Mikið óskaplega sakna ég hennar mikið, og sérstaklega mikið nú og síðastliðin ár.  Móðir mín Unnur Guðrún Jóhannsdóttir var góð kona. Hún var rík af réttlætiskennd, fórnfús, falleg og dugleg.  Hún sá vel um heimilið og okkur dætur sínar þrátt fyrir hálfa heilsu.  Hún var forkur til verka, þrautseig og komst það sem hún ætlaði sér.  Lífið var henni oft erfitt það vissi ég, en hún stóð alltaf upp teinrétt og sterkari.  Hún kenndi mér margt sem ég er þakklát fyrir.  Ég þakka allar dásamlegu stundirnar okkar saman, ég að læra hún að fylgjast með, ég að spila eða syngja á tónleikum og hún að hlusta,  við að drekka saman heita mjólk og borða suðusúkkulaði með.  Móðir mín sýndi mér mikla ást og hlýju, og fyrir það verð ég ævinlega þakklát.

Gegnum sára sorgina er ég full þakklætis og gleði yfir að hafa átt þig fyrir móður, elsku hjartans mamma mín, takk fyrir allt.

Njótum þess sem lífið hefur upp á að bjóða

full þakklætis fyrir það sem okkur hefur verið gefið,

mér var gefin góð móðir.

 


Ertu glöð/glaður í dag?

Það er nú skrýtið þetta líf.. við erum glöð, við erum sorgmædd og allt þar á milli... sem betur fer.  En erum við nógu oft glöð?  Látum við smámálin draga úr okkur kjark og þrótt?  Er ekki yndislegt að vakna á morgnana, draga frá gluggunum og finna að maður hefur tækifæri?  Maður getur farið út, nánast sama hvernig viðrar, bíllinn sér bara um að ferja mannWink  Að vakna með starfsorku og geta farið í vinnu er ómetanlegt, að geta unnið og tekið þátt í hversdagsleikanum.  Þessum hversdagsleika, sem er lífið sjálft.  Er ekki dásamlegt að vita hvað maður getur stjórnað miklu?  Við getum bara oft ákveðið að allt sé ömurlegt og líka að allt verði yndislegt.  Hvort viltu velja í dag?

Mér finnst mikilvægt að maður átti sig á hvað veitir manni gleði og temji sér þann vana að hafa oftast eitthvað til að hlakka til.  Einhvers staðar sá ég alveg brilljant hugmynd.  Að setjast niður og skrifa lista um það sem veitir manni gleði

"Það veit mér gleði að".... og halda svo áfram með listann.  Skrifaðu allt sem þér dettur í hug og ekki draga úr sjálfum þér. Svo er bara að gera það sem á listanum stendur.  Og þegar brjálað er að gera og allt í pati er einmitt mikil ástæða til að finna sér gleðigefandi stundir.

 

BanditEnginn kemur til með að þakka okkur fyrir fýludagana og allra síst við sjálf Devil

WizardWhistlingStjórnum huganum í dag,

höfum InLoveGAMAN og verum GLÖÐGrin

og umhverfiðWizard verður það líka


Áttu vin?

HeartVeistu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við hann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft Heart

(úr Hávamálum)

Frábær og svo mikið rétt orð þetta er það ekki?  Þegar maður er að tapa sér í tímaleysi og stressi og á fullt af vinum, sem maður vanrækir bara sisvona.  Hvað með allt þetta veraldlega allt á fullu bara er það ekki? Æi, hættum þessu.  Það þarf ekki að vera mikið eða langur tími... smá bjútí sms... stökkva saman í hádeginu í súpu einhvers staðar... símtal bara...."Æi, ég bara þurfti að segja þér hvað mér þykir þú æðisleg"  gefur mikið og engin fyrirhöfn. 

Vináttan er eitt sterkasta afl held ég sem til er.  Að eiga góða vini og að vera góður vinur er yndislegt veganesti fyrir okkur öll.  Gefur styrk í amstrinu og gleði í gæfunni. 

HeartKærleikurinn gerir kraftaverkHeart

InLove"Sendum einum vini hlýtt sms NÚNA"Wizard


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband